Hækkandi sól og vor í lofti

Það er búið að vera mjög sérstakt að fylgjast með þjóðmálunum uppá síðkastið, úrvalsvísitalan eins og lifandi ánamaðkur á blaði, valsandi upp og niður og virðist allveg stjórnlaus, og allar sveiflurnar eru bundnar við væntingar manna, undanfarin ár hafa menn verið ofurbjartsýnir og þá rjúka öll verðbréf og vísitölur upp og húsnæðisverð virðist fljúga upp eins og laufblað að hausti í takt, og á sama hátt fer þetta allt saman niður, allt virðist þetta frekar stjórnlaust og því fylgir óvissa. 

Sveiflurnar á mörkuðunum eru jafn sveiflukenndar og óútreiknanlegar og alkóhólisti án brennivíns eða andlegrar lausnar,  það er kannski af því að mennirnir sem stjórna eru meira eða minna sturlaðir eða á góðri leið með að sturlast undan alkóhóliskri hugsun,  það er oft magnað að fylgjast með þessu sem leikmaður með reynslu af bakkusi í öllum sínum birtingarmyndum. 

En það er hækkandi sól og vorið á næsta leyti og ég er staðráðinn í því að láta þessar sveiflur á mörkuðunum hafa sem minnst áhrif á mig og mit líf að öðru leiti en því að það mynni mig á að fara betur með fjármuni og vera útsjónasamari í rekstri heimilisins, duglegur að frysta og nýta afganga, gamli góði plokkarinn og biximaturinn klikkar ekki J þörf áminning í hinum vestræna heimi þar sem nóg er af öllu, og á sama tíma sveltur meirihluti jarðarbúa. 

Hámark sturlunarinnar er að Berlusconi sé aftur tekinn við stjórnartaumunum á Ítalíu, grátbroslegt en ekki svosem við öðru að búast þar sem meirihluti kjósenda eru dagneyslumenn á rauðvíni og eru greinilega orðnir siðblindir af dofanum sem því fylgir,  en ég verð að segja að ég sprakk úr hlátri þegar fréttirnar bárust um daginn að hann hefði líst því yfir að “Vinstri konur” væru ófríðari en “Hægrikonur”, satt best að segja hefur hann margt til síns máls þar J og bætti svo við að “Vinstri karlar” hefðu einnig lélegan smekk á kvenfólki, dæmi hver fyrir sig.

Svo vil ég enda þetta með að óska Möggu Danadrotningu til hamingju með afmælið, i dag er det hendes födselsdag, hurra.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú OK, það er þá ástæðan fyrir flöggunum á strætó...kella bara ammæli.

kveðja til ykkar allra 

jóna björg (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Kokkurinn Ógurlegi

nákvæmlega! bið að heilsa Tanna

Kokkurinn Ógurlegi, 16.4.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kokkurinn Ógurlegi

Höfundur

Kokkurinn Ógurlegi
Kokkurinn Ógurlegi
Matreiðslumaður sem lætur sér fátt oviðkomandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 692

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DSC00232
  • á leiðinni heim úr hreiðrinu
  • aaaahhh við litla bróðir!!
  • Dáleiddur
  • á viktinni

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband