Færsluflokkur: Bloggar

Undarlegir tímar

Þetta eru vægast sagt undarlegir tímar sem við lifum á þessa dagana, allt sem fyrir nokkrum dögum virtist öruggt er það ekki í dag, en hvað um það, ekki þíðir að gefast upp þó að á móti blási,  við munum komast upp úr þessari dífu.

Það styttist óðum í fjölgun á heimilinu okkar, en hún Birna mín er sett þann 9 nóvember, og sýnist mér á öllu að draga geti til tíðinda fyrr þar sem mín kona er orðin frekar "þungbotna" :-)

Við erum búin að vera að þjappa okkur saman hérna á heimilinu uppá síðkastið, við Birna skiptum um herbergi við Emil, þannig að við erum í litla herberginu og strákarnir saman í herbergi og gengur það svona ljómandi vel, svaka kósí í litla herberginu.

Við létum líka flísaleggja eldhúsið okkar og fram á ganginn, svaka kósí hjá okkur eftir breytingarnar, fer vel um okkur enda nóg pláss, heilir 64 fermetrarLoL

Ég er búinn að sinna skotdellunni minni af bestu getu í haust og er afraksturinn 16 heiðargæsir í félagi með Gogga félaga mínum, ein stokkönd og svo er fyrirhuguð rjúpnaveiðihelgi í nóvember ef allt gengur vel hjá okkur eftir fæðinguna en það kemur bara í ljós.

Hafið það gott vinir og allir hinir og munið að vera góð við hvort annað, það hefur sjaldan verið mikilvægara.


TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN MAMMA!

Í dag eru liðin 60 ár síðan elskuleg móðir mín, Erla Guðrún Gestsdóttir fæddist, en hún lést eins og flestir sem þekkja mig vita af illvígu krabbameini langt fyrir aldurfram fyrir 16 árum síðan eða 28 júní 1992. 

Hafðu það gott hjá guði mamma þar til við sjáumst á ný!


Sumarið/feðraorlof/gleði/hamingja/veiði/ganga/hringferð/framkvæmdir...........

Hæ vinir og allir hinir, sit hérna og veit ekki hvar ég á að byrja,  ég er svakalega hamingjusamur  glaður og frjáls,  enda væri nú annað skrítið þar sem ég er búinn að vera í feðraorlofi í tæpa 2 mánuði, fyrsta skiptið í mínu lífi þar sem ég er í svo löngu „fríi“, þetta er svosem ekki beint frí, maður hefur nóg að gera að sinna fjölskildunni loksins þegar maður hefur tíma til þess,  ég fór svossem í dekur með sjálfan mig í byrjun,  fórum 3 félagar í veiði í Mívatnssveitina, Arnarvatnsá í þingi, svakalega skemmtileg urriðaá þar sem eingöngu er veitt á flugu, þar áttum við félagarnir 2 frábæra daga en Mívargurinn var að gera út af við okkur á köflum, aldrei séð annað eins af flugu nokkurs staðar.

Svo fórum við, ég og mágur minn í gönguferð yfir 5 vörðuháls „Jónsmessunæturgangan“ hjá ferðafélaginu Útivist,  allveg brilliant ganga og vorum við allveg með eindæmum heppin með veður, það var blankandi logn alla gönguna sem þykir líkt og að vinna í lottói á þessum slóðum og í þessari hæð,  allveg einstök náttúra sem við eigum hérna á landinu fagra, svo þegar við komum niður í Bása í Þórsmörk þá tóku þessar elskur, Bibba mín og Steina systir á móti okkur og voru búnar að reisa tjaldbúðir, svaka gott að sleppa við að þurfa að tjalda eftir svo langa göngu, í mörkinni áttum við svaka góðann laugardag og kvöld og fórum svo í bæjinn um miðjan dag á sunnudeginum, svakaleg upplifun að fara í þessa göngu, eitthvað sem ég verð helst að gera minnst einu sinni á ári, stefni á það að minnsta kosti.

Svo fór  Emil okkar til Tenerife með ömmu sinni og afa „Ingu og Didda“ í 2 vikur og á meðan fórum við Birna og Dagur Fannar í ferðalag austur á firði, heimsóttum tengdafólk bróður míns í Breiðdal og gistum fyrstu nóttina þar,  svo  vorum við rúma viku á Einarsstöðum á héraði, vorum þar með vinapari okkar, Tomma og Ester og börnum,  fórum í bíltúra, út að borða, og nutum þess að vera til eins og hægt var, það voru reyndar smá veikindi,  Tommi Var með eyrnabólgu eins og ungabarn J Viktoría dóttir hanns fékk hlaupabólu, Dagur Fannar minn fékk rúmlega 40 stiga hita en þetta sló okkur ekkert út af laginu, við vorum í fríi og nutum þess samt að vera til, fórum og leigðum okkur myndir hjá honum „Kidda P“ á vídeóflugunni á Egilsstöðum,  allveg hreint upplifun að koma þangað,  ætluðum aldrei að losna þaðan, kjaftaði á Kidda hver tuska,  svo á leiðinni heim gistum við Birna eina nótt á Pétursborgum í Eyjafirði og fórum á greifann og borðuðum á Akureyrska vísu „Burger Bearnaise með öllu tilheyrandi, fengum að sjálfsögðu Brynjuís og renndum svo alsæl í bæjinn.

Núna á laugardaginn var, héldum við Bibba mín uppá 4 ára afmæli Emils okkar í Kjósinni og vorum allveg einstaklega heppin með veður,  allveg hreint brakandi blíða og í slíku veðri köllum við sælureitinn okkar í kjósinni „Costa del Kjos!“ vorum við ca 40 manns með  börnunum og fengu allir grillaðar pylsur eins og þeir gátu í sig látið, afmælisköku og frostpinna til að kæla sig niður á eftir,  allveg hreint ævintýri fyrir litla manninn hann Emil okkar sem hefur verið að jafna sig eftir spánarferðina með ömmu og afa,  það er erfitt fyrir hann að skilja að hann má ekki alltaf fá kók þegar hann vill, pizzu þegar hann vill, ís þegar hann vill og svo frv....   en svona er nú lífið, ekki sömu reglur hjá ömmu og afa og mömmu og pabba.

Ég er búinn að dunda mér heilmikið hérna heima í fríinu,  skipta um teppi á stiganum hjá okkur, skipta um borðplötu á vinnuborðinu í eldhúsinu, ég og Bibba máluðum eldhúsið og ganginn hjá okkur, og svo er planið að leggja flísar á eldhúsið og fram að stiganum, næ því nú samt ekki fyrr en hann Ingólfur vinur minn flytur heim,  er búinn að ráða hann í flísunina með mér.

Ég og Bibba mín fórum í sónar því eins og þið vitið þá á hún Bibba mín að verða léttari í nóvember og kom í ljós í sónarnum að á leiðinni væri lítil prinsessa J og er það mikið gleðiefni þar sem við eigum 2 fullkomna drengi fyrir.

Eftir verslunarmannahelgina hefst svo alvaran á ný, vinnan býður mín sem betur fer.


Kjósin/Kuldi/Sumar/Bumbubúi/Fimmvörðuháls

Við fórum í kjósina um helgina,  svaka kósí en kalt, allveg hreint ótrúlegt að keyra af stað á laugardagsmorguninn úr firðinum fagra í vorfíling með heilar 12 gráður í plús, allt lofaði þetta svaka góðu, svo rendum við á eina 3 staði á leiðinni út úr bænum, þegar við komum uppí mosó var mælirinn í bílnum kominn í 8 gráður, þegar við vorum komin undir esjuna þá brá mér heldur í brún þegar mælirinn pípti 4 gráður, og svo var mér næstum lokið þegar við komumst innar í Hvalfjörðinn, þá sýndi mælirinn heilar 3 gráður, og klukkan að ganga 12 á laugardagsmorguninn, ótrúlegur hitamunur á ekki stærra svæði.

Við áttum samt svaka kósí dag þarna uppfrá, kofinn var fljótur að ná stofuhita og þegar við vorum búin að koma okkur fyrir, þurrka af og sjæna little, þá var þetta fjandi huggulegt, við lékum okkur bara inni í staðinn þar sem það var ekki sérlega vistlegt utandyra sökum hitastigs og snarpra vindkviða, Begga, Edda, Ester, Viktoría og Jökull Logi komu svo og heimsóttu okkur þegar fór að líða á eftirmiðdaginn og tendraði ég upp í grillinu og borðuðum við saman bara allveg hreint dírindis máltíð í allveg einstökum félagsskap hvors annars enda valinn maður í hverju rúmi.

Svo er það orðið allveg opinbert að hún Bibba mín ætlar að ala þriðja barn okkar hjóna seint á haustmanuðum eða í nóvember, kannski ekki allveg plan sem við höfðum sett okkur en velkomið engu að síður :-) börn eru mínir stærstu kennarar, þau lifa hér og nú, eitthvað sem ég er alltaf að reyna að temja mér og með því að horfa á börnin með opnum hug með því hugarfari að læra af þeim þá er það allveg á hreinu að betri kennara fær maður ekki í að njóta tilverunnar.

Ég hlakka svakalega til sumarssins, ég verð í Feðraorlofi í Júní og Júlí, planið okkar Bibbu er að vera svolítið í kjósinni og svo að keyra aðeins um landið, kannski að leigja okkur tjaldvagn eða fellihýsi í viku eða svo og vera túristar á íslandi, Emil fer með Didda afa og Ingu ömmu í ferðalag til Tenerife í endaðan Júni í 2 vikur, svaka stuð hjá honum.

Jónsmessunæturgangan á Fimmvörðuháls með Útivist verður á sínum stað, og er planið að allavega ég og Tim mágur minn göngum, Steina og Bibba slá upp tjaldbúðum á meðan í Básunum í mörkinni.

 

 


Hækkandi sól og vor í lofti

Það er búið að vera mjög sérstakt að fylgjast með þjóðmálunum uppá síðkastið, úrvalsvísitalan eins og lifandi ánamaðkur á blaði, valsandi upp og niður og virðist allveg stjórnlaus, og allar sveiflurnar eru bundnar við væntingar manna, undanfarin ár hafa menn verið ofurbjartsýnir og þá rjúka öll verðbréf og vísitölur upp og húsnæðisverð virðist fljúga upp eins og laufblað að hausti í takt, og á sama hátt fer þetta allt saman niður, allt virðist þetta frekar stjórnlaust og því fylgir óvissa. 

Sveiflurnar á mörkuðunum eru jafn sveiflukenndar og óútreiknanlegar og alkóhólisti án brennivíns eða andlegrar lausnar,  það er kannski af því að mennirnir sem stjórna eru meira eða minna sturlaðir eða á góðri leið með að sturlast undan alkóhóliskri hugsun,  það er oft magnað að fylgjast með þessu sem leikmaður með reynslu af bakkusi í öllum sínum birtingarmyndum. 

En það er hækkandi sól og vorið á næsta leyti og ég er staðráðinn í því að láta þessar sveiflur á mörkuðunum hafa sem minnst áhrif á mig og mit líf að öðru leiti en því að það mynni mig á að fara betur með fjármuni og vera útsjónasamari í rekstri heimilisins, duglegur að frysta og nýta afganga, gamli góði plokkarinn og biximaturinn klikkar ekki J þörf áminning í hinum vestræna heimi þar sem nóg er af öllu, og á sama tíma sveltur meirihluti jarðarbúa. 

Hámark sturlunarinnar er að Berlusconi sé aftur tekinn við stjórnartaumunum á Ítalíu, grátbroslegt en ekki svosem við öðru að búast þar sem meirihluti kjósenda eru dagneyslumenn á rauðvíni og eru greinilega orðnir siðblindir af dofanum sem því fylgir,  en ég verð að segja að ég sprakk úr hlátri þegar fréttirnar bárust um daginn að hann hefði líst því yfir að “Vinstri konur” væru ófríðari en “Hægrikonur”, satt best að segja hefur hann margt til síns máls þar J og bætti svo við að “Vinstri karlar” hefðu einnig lélegan smekk á kvenfólki, dæmi hver fyrir sig.

Svo vil ég enda þetta með að óska Möggu Danadrotningu til hamingju með afmælið, i dag er det hendes födselsdag, hurra.........


Afglöp Björns

Það er ekki í lagi með hann Björn að mínu mati, í þessari grein á vísi lísir hann af hverju hann er að skipta embætti tolls og lögreglu á suðurnesjum í sundur, ég verð að segja að það hlýtur einhvern veginn að vera hagkvæmara að reka tollgæsluna og lögregluna sem eina heild heldur en að skipta þessu upp. 

Ég tala bara fyrir mig og mér finnst miklar breytingar hafa átt sér stað síðan þessi embætti voru sameinuð,  það berast allavega fleiri fregnir af fíkniefnum sem gerð eru upptæk á vellinum hérna í seinni tíð, og er ég viss um að það er ekki meira flæði af þeim endilega heldur held ég að tollgæslan í samvinnu við lögregluna á suðurnesjum er að standa sig betur á vaktinni og nýta sér þekkingu hvors annars. 

Björn og félagar vilja kannski ekki árangur hjá tollinum, bara að þeir haldi sig innan veggja fjárlaga sem eru allt of þröngt sniðin fyrir það fyrsta, og að fórna öllum þessum mannauð sem byggst hefur upp í þessu samstarfi finnst mér forkastanlegt svo ekki sé meira sagt, því ef þetta nær fram að ganga þá verður töluvert um mannabreytingar hjá tollinum sem og lögreglunni á suðurnesjum sem er alltaf viðkvæmt þegar byggja á upp öfluga toll og löggæslu sem skila á árangri. 

Ég skora á Björn og félaga að í stað þessara breytinga, breyti þeir fjárlögum þannig að toll og löggæslan geti unnið vinnuna sína svo sómi sé af til þess að t.d. minnka magn eiturlyfja í umferð undirheimanna, barnanna okkar vegna fyrst og fremst, ekki bara hugsa um einhver ferköntuð fjárlög sem þeir hafa  á hinn bóginn fullkomið vald á að breyta.


Hæ frá mér!!!

Sæl verið þið,  ég er búinn að hafa það gott að undanförnu, allt of gott,  ég hef vaxið um allavegana 10-20% síðasta árið, allveg öfugt við verðbréfamarkaðinn, en planið hjá mér í ár er að dragast saman um allavega þessa sömu prósentu, er ekki alltaf einhver svefla á þessu, er vonandi við það að ná sögulegu hámarki J  

En hvað sem því líður er ég nýkominn frá danmörku, kom aðfaranótt mánudagssins heim eftir vel heppnaða helgarferð til Köben, þar gerði ég mat fyrir ca 70 manns, með börnum á laugardagskvöldið í Jónshúsi okkar íslendinga, þarna voru saman komnir fríður hópur (óvirkra) alkóhólista, maka og barna þeirra og heppnaðist þessi uppákoma fullkomlega.  

En síðan ég kom heim er ég búinn að vera hálf “tussulegur” svo ekki sé meira sagt, ég var frá vinnu miðvikudag og fimmtudag, lá að mestu fyrir en hljóp þó nokkuð margar ferðir á WC-ið, ekkert sérstaklega gaman það, langt síðan ég hef orðið jafn slappur, er kominn til vinnu aftur en ég er langt frá mínu besta, þetta gengur vonandi yfir um helgina. 

Drengirnir mínir dafna sem aldrei fyrr, Emil er að þroskast svo mikið og stækka,  var svakalega glaður þegar ég kom frá DK, ég keypti nefnilega Turtles-búning (skjaldböku-galla) fyrir öskudaginn, hann á eftir að verða aðalkallinn á öskudaginn á leikskólanum, Dagur Fannar er allur að sækja í sig veðrið og er farinn að þyngjast hratt og örugglega, hann er allveg sérstaklega gott og meðfærilegt barn, sefur allar nætur og er vær og góður þess á milli, sannkallaður draumur foreldra sinna. 

Ég verð að enda á að Votta aðstandendum Þórdísar Tinnu, ekki síst litla gullmolanum hennar henni Kolbrúnu Ragnheiði alla mína samúð og virðingu og bið góðan guð að vera með henni í dag og um ókomna framtíð. 

Lifið heil og verið góð við hvort annað, ég ætla að reyna það J


Hvert stefnir?

Áhugaverður tölvupóstur sem mér barst:

Anne Graham, dóttir Billy Graham, var í viðtali í morgunþætti Jane Clayson í sjónvarpi í Bandaríkjunum stuttu eftir hryðjuverkaárásina á World Trade Center. Jane Clayson spurði hana. „Hvernig gat Guð Leyft þessu að gerast?“ Og Anne Graham svaraði þessu á einstaklega djúpan og skilningsríkan hátt...;

Ég trúi því að Guð sé virkilega sorgmæddur yfir þessu, alveg eins Og við erum, en í mörg ár höfum við verið að segja Guði að koma sér út úr skólum okkar, að koma sér út úr ríkisstjórnum okkar og að koma sér út úr lífi okkar. Og þar sem hann er „heiðursmaður“ þá trúi ég því að hann hafi hægt og hljóðlega stígið til hliðar.

Hvernig getum við ætlast til þess að Guð gefi okkur blessun sína og vernd ef við Krefjumst þess að hann láti okkur í friði? „

Í ljósi liðinna atburða... hryðjuverkaárása, skotárása í skólum o.s.frv...Ég held að þetta hafi allt byrjað þegar Madeline Murray O ‘ Hare ( Sem var myrt, lík hennar fannst fyrir stuttu ) kvartaði yfir bæn í skólum okkar, og við sögðum : „Allt í lagi.“ Síðan sagði einhver að það væri betra að sleppa því að lesa Biblíuna í skólum.

Biblíuna sem Segir að þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, og elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig. Og við sögðum „Allt í lagi.“ 

Síðan sagði einhver að kennarar og skólastjórar ættu ekki að aga börnin okkar þegar þau haga sér illa. Og skólayfirvöld sögðu : „ Enginn starfsmaður skólans ætti að snerta nemendur þegar þeir haga sér illa vegna þess að við viljum ekki slæmt umtal, og við viljum Vissulega ekki verða lögsótt. „ ( Það er stór munur á ögun og Snertingu barnsmiðum, löðrungi, niðurlægingu, spörkum o.s.frv. ) Og við sögðum : „Allt í lagi.“

Síðan sagði einhver mikilsvirtur ráðamaður: „ Það skiptir ekki málið hvað við gerum í okkar einkalífi svo framalega sem við vinnum Vinnuna okkar. Og við samþykktum þetta og sögðum: „ Það skiptir ekki máli hvað nokkur annar, þar á meðal forsetinn, gerir í einkalífi sínu á meðan ég hef vinnu og efnahagslífið er gott.

Og síðan sagði skemmtanaiðnaðurinn: „Búum til sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem stuðla að guðlasti ( ljótu orðbragði ), ofbeldi og óleyfilegu kynlífi. Og gerum tónlist sem hvetur til nauðgana, Eyturlyfjanotkunar, morða, sjálfsmorða og djöfladýrkunar. Og við sögðum : „Þetta er bara skemmtun, þetta hefur engin slæm áhrif, og Enginn tekur þessu hvort sem er alvarlega, svo gerið bara eins og þið viljið.“

Og nú spyrjum við okkur hvers vegna börnin okkar hafa Enga samvisku, og hvers vegna þau þekkja ekki muninn á réttu og röngu, og hvers vegna þeim finnst ekkert að því að myrða ókunnuga, skólafélaga sína, og sig sjálf.

Ef við hugsum málið nógu vel og lengi, þá getum við eflaust áttað okkur á stöðunni. Ég held að þetta hafi mikið að gera með að við „UPPSKERUM EINS OG VIÐ SÁUM.“

„Elsku Guð, hvers vegna hjálpaðir þú ekki litlu stelpunni sem var Myrt í skólastofunni sinni? „ Einlægur og áhyggjufullur nemandi.... OG SVARIÐ: „Kæri einlægi og áhyggjufulli nemandi, mér er ekki hleypt Inn í skólana. “ Yðar einlægur, Guð

Skrítið hvað það er einfalt fyrir fólki að gera lítið út Guði og vera síðan hissa á því að heimurinn skuli vera á leið til Helvítis. skrítið að við skulum trúa því sem stendur í dagblöðum, en við efumst um það sem stendur í Biblíunni.

Skrítið hvernig allir vilja komast til himna, svo framalega að þeir þurfi ekki að trúa, hugsa, segja, eða gera neitt sem Biblían segir.

Skrítið hvernig sumir geta sagt: „Ég trúi á Guð“ en samt fylgt Satan, (sem „trúir“ að vísu líka á Guð ).

Skrítið hvað við erum fljót að dæma, en viljum sjálf ekki vera dæmd.Skrítið hvernig þú getur sent þúsund brandara í tölvupósti og þeir bregðast um eins og eldur í sínu, en þegar þú ferð að senda tölvupóst þarsem talað er um Drottinn, þá hugsar fólk sig tvisvar um áður en það sendir hann áfram.

Skrítið hvernig klúr, ósæmilegur, óheflaður og ruddalegur póstur ferðast frjáls um netheiminn, en opinber umræða um Guð er þögguð niður í skólum og vinnustöðum.

Skrítið hvernig einhver getur verið svo brennandi fyrir Guði á Sunnudegi, en verið ósýnilegur kristinn einstaklegur það sem eftir lifir vikunnar.

Hlærðu?

Skrítið hvernig þú ferð að framsenda þennan póst, þá sendir þú hann ekki til margra í netfangabókinni þinni vegna þess að þú ert ekki viss um hverju þeir trúa, eða hvað þeir munu halda um þig fyrir að senda sér þennan póst.

Skrítið hvernig ég get haft meiri áhyggjur hvað öðru fólki fynnst um mig en hvað Guði finnst um mig.Hefur þetta fengið þig til að hugsa?

Ef þér fynnst það þess virði, sendu þennan póst áfram. Ef ekki, henntu honum þá... Enginn mun vita hvað þú gerðir.

En ef þú hendir þessum hugsunum frá þer, sittu þá ekki hjá og kvartaðu ekki yfir því hversu slæmum málum heimurinn er !


Sjúkdómur mannkynsins

Ég er öflugri en allir herir heimsins samanlagðir.

Ég hef tortímt fleiri mönnum en heimsstyrjaldirnar.

Ég hef orsakað milljónir slysa og lagt í rúst fleiri heimili en öll flóð, stormar og fellibyljir smanlagt.

Ég er slyngasti þjófur i heimi, ég stel þúsundum milljarða á hverju ári.

Ég finn fórnarlömb meðal ríkra sem fátækra, ungra sem gamalla, sterkra sem veikra.

Ég birtist í slíkri ógnarmynd, að ég varpa skugga á sérhverja atvinnugrein.

Ég er þrotlaus, lævís og óútreiknanlegur.

Ég er allstaðar, á heimilum, á götunni, í verksmiðunni, á skrifstofunni, á hafinu og í loftinu.

Ég gef ekkert, tek allt.

Ég er versti óvinur þinn.

Ég er fyrsti og versti óvinur mannkynsins.

                                       ÉG ER ALKÓHÓLISMI.

 


Dagur Fannar Stálsleginn!!!

Sæl Elskurnar mínar, sjáið strákana mína,

Dagur Fannar og Emil Ísar, eru þeir ekki flottir Jólastrákar?DSC00232Dagur Fannar Fór Til Ragnars Bjarnasonar barnalæknis í morgun og var það mikil gleðiheimsókn því þar fengum við úr því skorið að Dagur er ekki með þennann nýrnahettugalla sem allt benti til að hann hefði fyrir mánuði síðan, þetta stafaði víst allt frá kröftugri þvagfærasýkingu sem skerti getu nýrnanna til að framleiða mikilvæg efni, mikill léttir, þó svo að við værum allveg búin að sætta okkur við að sjá til þess að hann fengi eina pillu á dag og að hann þyrfti að taka það, það sem eftir væri en það þarf víst ekki, það gæti þurft að gera litla aðgerð á honum út af bakflæði frá þvagblöðru til nýrnanna, en það er ekki víst og verður ekki ákveðið fyrr en hann verður átta mánaða gamall, því þetta gæti lagast af sjálfu sér segja þeir sem allt vita.

 

Frá því ég man eftir mér mynnist ég ekki svo stormasamri viku, allavega man ég ekki eftir annarri eins, þvílík veður sem hafa geisað síðustu vikuna svo að allt virðist ætla um koll að keyra, jólaþorps-salan okkar Birnu hefur gengið mjög vel en síðasta sunnudag var ekki hundi út sigandi þannig að við ákváðum að láta það eiga sig að opna básinn, reyndum í eitt augnablik en allar ullarvörurnar hennar Birnu ætluðu út í veður og vind, áttum huggulegan dag í staðinn, fórum og keyptum Jólatréð sem skreyta á stofuna um jólin, fyrsta sinn sem við höfum lifandi tré, gaman af því, rúmlega 2 metra tré, planið er í fyrsta sinn að vera heima hjá okkur á sjálfann aðfangadaginn, Tengdó koma til okkar og er ég allveg viss um að þetta verður svaka huggulegt, við ætlum að borða Rækjuforréttinn hennar Ingu tengdó þar á eftir Önd og svo heimalagaða Ísinn minn með ferskum ávöxtum.

 

Hafið það gott elskurnar og Biðjið fyrir Þórdísi Tinnu!!!


Næsta síða »

Um bloggið

Kokkurinn Ógurlegi

Höfundur

Kokkurinn Ógurlegi
Kokkurinn Ógurlegi
Matreiðslumaður sem lætur sér fátt oviðkomandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSC00232
  • á leiðinni heim úr hreiðrinu
  • aaaahhh við litla bróðir!!
  • Dáleiddur
  • á viktinni

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband