Jólaþorpið í miðbæ Hafnarfjarðar

Jólaþorpið hefst í dag, 24 nóvember með pompi og prakt,

Ég og Birna mín erum með bás þarna eins og á síðasta ári og munum við selja þæfðar ullarvörur sem hún Birna mín er búin að vera að föndra við í haust og er tilvalin Jólagjöf á vægu verði.

Auk þess seljum við Heitt súkkulaði með rjóma, Kanelsnúða sem ég bakaði af minni alkunnu snilld, einnig verðum við með Ris a la mande uppá gamla móðinn með kirsuberjasósu, vonast til að sjá ykkur öll um helgina og næstu helgar.

Við verðum þessa helgi 24 og 25 nóv og svo verðum við 1,2,15,16 og 22 dec

Jólaþorpið er opið frá klukkan 12-18 laugardaga og sunnudaga.

Sjáumst!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert svo öflugur....Hemmi minn.  Hvernig gat ég misst af þér í jólaþorpinu á laugardaginn.!  Þú verður væntanlega þarna næstu helgi.  Sjáumst þá. Hilsen Bebba (Krútthildur Drövelsen)

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: Ármann Eiríksson

Elsku Kallinn

Ég veit að það eru margir/ar sem bíða eftir að ná fundum við ykkur Birnu í jólaþorpinu um helgina.  Fólk sem vissi ekki af ykkur um síðustu helgi.  Spurnir af fallegu handstúkunum, treflunum, slánum í nánast öllum regnbogans litum slá í gegn.  Súkkulaðið, snúðarnir og tölum nú ekki um "Ris-al-amand" grautinn með kirsuberjasósunni, hefur spurst um víðan völl.  Blessaður hafðu hann líka til í meira magni (stærri einingum) en smakkprufum, því ég hef heyrt á fólki að það vill kaupa hann í stærri pakkningum til þess að geta farið með heim til að gleðja þá svöngu munna sem þar bíða.

Ármann Eiríksson, 30.11.2007 kl. 10:14

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Hæ elskurnar. Langt síðan ég hef kíkt hér inn.  Var þess vegna fyrst núna að lesa allt sem þið gengur gegnum með litla kút.  Vona að allt gangi vel.

Ljós&kærleikur frá okkur hér

SigrúnSveitó, 2.12.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kokkurinn Ógurlegi

Höfundur

Kokkurinn Ógurlegi
Kokkurinn Ógurlegi
Matreiðslumaður sem lætur sér fátt oviðkomandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSC00232
  • á leiðinni heim úr hreiðrinu
  • aaaahhh við litla bróðir!!
  • Dáleiddur
  • á viktinni

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband