Afglöp Björns

Það er ekki í lagi með hann Björn að mínu mati, í þessari grein á vísi lísir hann af hverju hann er að skipta embætti tolls og lögreglu á suðurnesjum í sundur, ég verð að segja að það hlýtur einhvern veginn að vera hagkvæmara að reka tollgæsluna og lögregluna sem eina heild heldur en að skipta þessu upp. 

Ég tala bara fyrir mig og mér finnst miklar breytingar hafa átt sér stað síðan þessi embætti voru sameinuð,  það berast allavega fleiri fregnir af fíkniefnum sem gerð eru upptæk á vellinum hérna í seinni tíð, og er ég viss um að það er ekki meira flæði af þeim endilega heldur held ég að tollgæslan í samvinnu við lögregluna á suðurnesjum er að standa sig betur á vaktinni og nýta sér þekkingu hvors annars. 

Björn og félagar vilja kannski ekki árangur hjá tollinum, bara að þeir haldi sig innan veggja fjárlaga sem eru allt of þröngt sniðin fyrir það fyrsta, og að fórna öllum þessum mannauð sem byggst hefur upp í þessu samstarfi finnst mér forkastanlegt svo ekki sé meira sagt, því ef þetta nær fram að ganga þá verður töluvert um mannabreytingar hjá tollinum sem og lögreglunni á suðurnesjum sem er alltaf viðkvæmt þegar byggja á upp öfluga toll og löggæslu sem skila á árangri. 

Ég skora á Björn og félaga að í stað þessara breytinga, breyti þeir fjárlögum þannig að toll og löggæslan geti unnið vinnuna sína svo sómi sé af til þess að t.d. minnka magn eiturlyfja í umferð undirheimanna, barnanna okkar vegna fyrst og fremst, ekki bara hugsa um einhver ferköntuð fjárlög sem þeir hafa  á hinn bóginn fullkomið vald á að breyta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kokkurinn Ógurlegi

Höfundur

Kokkurinn Ógurlegi
Kokkurinn Ógurlegi
Matreiðslumaður sem lætur sér fátt oviðkomandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 719

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DSC00232
  • á leiðinni heim úr hreiðrinu
  • aaaahhh við litla bróðir!!
  • Dáleiddur
  • á viktinni

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband