Biðin endalausa!!!

Þá erum við Birna komin 12 daga fram yfir áætlaðan fæðingardag og er þetta farið að virka eins og biðin endalausa, það virðist ekkert virka að keyra hratt yfir hraðahindrunir eða í holur og svo frv, margt hefur verið reynt, en eitt er víst að hún verður sett á stað af okkar ágæta fæðingardeildarstarfsfólki á þriðjudaginn klukkan 20.00 ef ekkert gerist fram að því, það er allt löngu orðið tilbúið hérna þannig þetta má bara allveg fara að skella á.

Ég átti skemmtilegt spjall við einn andanns mann hérna um daginn og ræddum við um okkar ágæta „heilbrigðiskerfi“ hann vildi meina að á íslandi væri ekkert heilbrigðiskerfi, við ættum eitt besta sjúkdómskerfi heimsins, og meinti hann að nánast hvergi væru menn framar í heiminum í að berjast við illvíga sjúkdóma og getum við á margan hátt verið þakklát fyrir það, en sé maður sjúkdómslaus þá fái maður ekkert út úr þessu kerfi, útskýrði hann að ef ég jón jónsson eða einhver venjulegur „heilbrigður og sjúkdómslaus“ maður fer til læknis og langar að verða heilbrigðari þá rekur hann þetta kerfi á gat, hafi maður engann sjúkdóm en langi mann bara að lifa heilbrigðara lífi og verða hraustari þá hefur læknirinn engin svör, þannig að við eigum bara sjúkdómskerfi hérna á íslandi en ekkert heilbrigðiskerfi.

Bíllinn okkar Birnu bilaði á fimmtudagskvöldið, það fór í honum túrbínan og er það frekar dýr aðgerð, hann áætlaði að þetta myndi kosta um 150.000.- kr plús eða mínus L ekki neitt sérlega það sem var á planinu en svona er lífið nú bara þessa dagana, verðum bara að herða sultarólina J og er ekki vanþörf á þar sem þessi meðganga hefur ekki síður sett svip sinn á mig en hana Birnu mína J verðum bara að reyna að brosa að þessu og láta þetta leysast og þá leysist það.

Hafið það gott elskurnar og verið góð við hvort annað!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn karlinn, hef heyrt að í sæði séu góð efni til að koma fæðingum af stað, upp í rúm folkens!!

ást til ykkar 

jóna björg (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 09:48

2 Smámynd: Kokkurinn Ógurlegi

það er ekki hægt að vera alltaf uppí rúmi :-)

Kokkurinn Ógurlegi, 2.9.2007 kl. 09:57

3 Smámynd: Tanni Ofurbloggari

rakaðu svínið og kondessu á stað, þá þarftu ekki að fara í vinnuna á morgun

Tanni Ofurbloggari, 2.9.2007 kl. 14:18

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Vorum að enda við að gjóta hjúin, ein lítil yndælis stúlka kom í heiminn 29.08.07

Veit reyndar ekki hvort að ég get mælt með því, en frúin mín var einmitt sett af stað eftir að hafa verið í rannsóknum út af aftanákeyrslu sem að hún lenti í.  (Heilsast báðum afar vel  )

Ps. Velkominn á blog.is  -  er á minn eigingjarna hátt svo ánægður með að flestir komi hingað. Auðveldar mér svo blog rúntinn hehe

Baldvin Jónsson, 3.9.2007 kl. 01:11

5 Smámynd: Tanni Ofurbloggari

vantar ekki eitt komment á síðuna???????????

Tanni Ofurbloggari, 3.9.2007 kl. 13:04

6 Smámynd: Tanni Ofurbloggari

Tanni Ofurbloggari, 3.9.2007 kl. 13:05

7 Smámynd: Kokkurinn Ógurlegi

HVAÐ VANTAR?

Kokkurinn Ógurlegi, 3.9.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kokkurinn Ógurlegi

Höfundur

Kokkurinn Ógurlegi
Kokkurinn Ógurlegi
Matreiðslumaður sem lætur sér fátt oviðkomandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSC00232
  • á leiðinni heim úr hreiðrinu
  • aaaahhh við litla bróðir!!
  • Dáleiddur
  • á viktinni

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband