Hugleiðing dagsins úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR

"Lifðu einn dag í einu.  Reyndu ekki að æða áfram, skipuleggjandi morgundaginn, því dagurinn á morgun gæti jafnvel aldrei komið.  Njóttu dagsins til fullnustu;  njóttu hans eins og hann væri þinn síðasti.  Gerðu allt það dásamlega sem þú hefur þráð að gera, ekki kæruleysislega eða hugsunarlaust, heldur af einlægri gleði.  Vertu eins og lítið barn sem hugsar alls ekki um morgundaginn, hefur gleymt hvað gerðist í gær en lifir eins og það eina sem skiti máli sé núna.  Núið er mikilvægasti tími sem þú hefur nokkurn tímann þekkt,  mistu því ekki eina sekúndu af honum.  Vertu í viðbragðsstöðu, reiðubúinn að hvað sem er geti gerst,  hvenær sem er.  Lifir þú þannig, ertu tilbúinn og opinn gagnvart öllu sem gæti gerst.  Breytingar verða fyrr en varir.  Opnaðu hjarta þitt í einlægu þakklæti og taktu á móti þeim eftir því sem þær birtast ein af annarri.  Sjáðu ávallt það besta í hverri breytingu sem verður að veruleika."

Góðann og blessaðan daginn elskurnar, þá erum við komin heim af fæðingardeildinni með gull-klump númer 2 flottann og fallegann, fyrir ykkur sem vitið það ekki þá fæddist sonur nr 2 í gær þann 5 sept klukkan 11.08,  hann vóg 4.545 grömm eða rúmar 18 merkur og var 54 cm á lengd, þið getið séð myndir af honum inni á barnalandssíðunni okkar og er linkur inn á hana hér til vinstir á síðunni, eða bara smellt hér Grin

Þetta var yndisegt í alla staði, en hérna á þriðjudagskvöldið átti að setja hana Birnu mína af stað en það hefði þítt það að hún hefði verið lögð inn, hefði ekki mátt fæða í vatni, hefðum ekki fengið aðgang að HREIÐRINU, þannig að það var heilmikið í húfi að þetta færi bara af stað á hefðbundinn hátt, og þannig vildi til að þegar við stigum inn á spítalann á þriðjudagskvöldið þá byrjuðu auknir samdrættir og við vorum sett í mónitor svokallaðan og eftir að niðurstöður fengust úr honum að þá var gangsetningu frestað til fimmtudagsmorgunsSmile og vorum við heldur en ekki glöð með það, fórum heim og af samdráttunum að dæma þá vorum við ekkert í vafa að þetta væri allt að gerast, og klukkan 2.30 um nóttina fórum við inn eftir og þá fengum við herbergi á HREIÐRINU og allir voru glaðirTounge svo fæddist þessi gull-moli klukkan 11.08 eins og áður sagði og bíð ég hann formlega velkominn í blogg-heiminn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með drenginn. Hlökkum ótrúlega til að koma og sjá gullmolann.

Begga (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kokkurinn Ógurlegi

Höfundur

Kokkurinn Ógurlegi
Kokkurinn Ógurlegi
Matreiðslumaður sem lætur sér fátt oviðkomandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSC00232
  • á leiðinni heim úr hreiðrinu
  • aaaahhh við litla bróðir!!
  • Dáleiddur
  • á viktinni

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband