28.4.2008 | 23:35
Kjósin/Kuldi/Sumar/Bumbubúi/Fimmvörðuháls
Við fórum í kjósina um helgina, svaka kósí en kalt, allveg hreint ótrúlegt að keyra af stað á laugardagsmorguninn úr firðinum fagra í vorfíling með heilar 12 gráður í plús, allt lofaði þetta svaka góðu, svo rendum við á eina 3 staði á leiðinni út úr bænum, þegar við komum uppí mosó var mælirinn í bílnum kominn í 8 gráður, þegar við vorum komin undir esjuna þá brá mér heldur í brún þegar mælirinn pípti 4 gráður, og svo var mér næstum lokið þegar við komumst innar í Hvalfjörðinn, þá sýndi mælirinn heilar 3 gráður, og klukkan að ganga 12 á laugardagsmorguninn, ótrúlegur hitamunur á ekki stærra svæði.
Við áttum samt svaka kósí dag þarna uppfrá, kofinn var fljótur að ná stofuhita og þegar við vorum búin að koma okkur fyrir, þurrka af og sjæna little, þá var þetta fjandi huggulegt, við lékum okkur bara inni í staðinn þar sem það var ekki sérlega vistlegt utandyra sökum hitastigs og snarpra vindkviða, Begga, Edda, Ester, Viktoría og Jökull Logi komu svo og heimsóttu okkur þegar fór að líða á eftirmiðdaginn og tendraði ég upp í grillinu og borðuðum við saman bara allveg hreint dírindis máltíð í allveg einstökum félagsskap hvors annars enda valinn maður í hverju rúmi.
Svo er það orðið allveg opinbert að hún Bibba mín ætlar að ala þriðja barn okkar hjóna seint á haustmanuðum eða í nóvember, kannski ekki allveg plan sem við höfðum sett okkur en velkomið engu að síður :-) börn eru mínir stærstu kennarar, þau lifa hér og nú, eitthvað sem ég er alltaf að reyna að temja mér og með því að horfa á börnin með opnum hug með því hugarfari að læra af þeim þá er það allveg á hreinu að betri kennara fær maður ekki í að njóta tilverunnar.
Ég hlakka svakalega til sumarssins, ég verð í Feðraorlofi í Júní og Júlí, planið okkar Bibbu er að vera svolítið í kjósinni og svo að keyra aðeins um landið, kannski að leigja okkur tjaldvagn eða fellihýsi í viku eða svo og vera túristar á íslandi, Emil fer með Didda afa og Ingu ömmu í ferðalag til Tenerife í endaðan Júni í 2 vikur, svaka stuð hjá honum.
Jónsmessunæturgangan á Fimmvörðuháls með Útivist verður á sínum stað, og er planið að allavega ég og Tim mágur minn göngum, Steina og Bibba slá upp tjaldbúðum á meðan í Básunum í mörkinni.
Um bloggið
Kokkurinn Ógurlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
BARNALAND
ÞETTA ER LISTI FYRIR BARNALANDSSÍÐUR SEM KOMA MÉR VIÐ
MANNRÆKT
LISTI YFIR MANNBÆTANDI SÍÐUR
- ZEN
- XA-SPEAKERS
- LJÓSIÐ
- KRISTNI-BOÐSKAPUR
- KRAFTUR
- GREIN EFTIR GRÉTAR FELLS
- DJÖFSI
- BLÁTT ÁFRAM
- ALANÓ KLÚBBURINN
- ÁBYRGIR FEÐUR
- AA
VINIR OG GÓÐIR BLOGGARAR
LISTI YFIR VINI MÍNA OG GÓÐA BLOGGARA
PÓLITÍK
ÞETTA ER LISTI YFIR PÓLITÍKUSA
FJÖLMIÐLAR OG UPPLÝSINGAVEFIR
Þetta er listi yfir fjölmiðla og upplýsingavefi
Athugasemdir
Hæ elsku dúllinn minn, en krúttlegt til hamingju öllsömul! Ég er ein af þeim sem fjárfesti í barnaláni og jeminn eini töff er það,. En halló til þess er leikurinn gerður. Og í alla staði er þetta þess virði. Þetta er mesta gullið okkar í lífinu, maki, börn og stórfjölskyldan. Og eins og þú kemst svo réttilega að orði, þau lifa hér og nú og einmitt það þurfum við að muna, og að halda barninu í okkur það hefur reynst mér vel, þó ég hneyksli oft suma í mínum barnalátum þá er ég svo heppin að tvíburasystir mín tekur fullan þátt í barnaleikjunum með mér. Og ég held líka að allir í kringum mig taki mér bara nákvæmlega eins og ég er...... Haldið áfram á þessari braut og njótið sumarsins....... Kveðja
Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 6.5.2008 kl. 13:14
já, það er ríkidæmi í börnunum okkar, og maður uppsker ekki úr fjársjóðunum nema að vera til staðar fyrir þau og gleyma sér ekki í vinnu og stressi, það er um að gera að halda sem lengst í barnið í sér
Kokkurinn Ógurlegi, 6.5.2008 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.