Sumarið/feðraorlof/gleði/hamingja/veiði/ganga/hringferð/framkvæmdir...........

Hæ vinir og allir hinir, sit hérna og veit ekki hvar ég á að byrja,  ég er svakalega hamingjusamur  glaður og frjáls,  enda væri nú annað skrítið þar sem ég er búinn að vera í feðraorlofi í tæpa 2 mánuði, fyrsta skiptið í mínu lífi þar sem ég er í svo löngu „fríi“, þetta er svosem ekki beint frí, maður hefur nóg að gera að sinna fjölskildunni loksins þegar maður hefur tíma til þess,  ég fór svossem í dekur með sjálfan mig í byrjun,  fórum 3 félagar í veiði í Mívatnssveitina, Arnarvatnsá í þingi, svakalega skemmtileg urriðaá þar sem eingöngu er veitt á flugu, þar áttum við félagarnir 2 frábæra daga en Mívargurinn var að gera út af við okkur á köflum, aldrei séð annað eins af flugu nokkurs staðar.

Svo fórum við, ég og mágur minn í gönguferð yfir 5 vörðuháls „Jónsmessunæturgangan“ hjá ferðafélaginu Útivist,  allveg brilliant ganga og vorum við allveg með eindæmum heppin með veður, það var blankandi logn alla gönguna sem þykir líkt og að vinna í lottói á þessum slóðum og í þessari hæð,  allveg einstök náttúra sem við eigum hérna á landinu fagra, svo þegar við komum niður í Bása í Þórsmörk þá tóku þessar elskur, Bibba mín og Steina systir á móti okkur og voru búnar að reisa tjaldbúðir, svaka gott að sleppa við að þurfa að tjalda eftir svo langa göngu, í mörkinni áttum við svaka góðann laugardag og kvöld og fórum svo í bæjinn um miðjan dag á sunnudeginum, svakaleg upplifun að fara í þessa göngu, eitthvað sem ég verð helst að gera minnst einu sinni á ári, stefni á það að minnsta kosti.

Svo fór  Emil okkar til Tenerife með ömmu sinni og afa „Ingu og Didda“ í 2 vikur og á meðan fórum við Birna og Dagur Fannar í ferðalag austur á firði, heimsóttum tengdafólk bróður míns í Breiðdal og gistum fyrstu nóttina þar,  svo  vorum við rúma viku á Einarsstöðum á héraði, vorum þar með vinapari okkar, Tomma og Ester og börnum,  fórum í bíltúra, út að borða, og nutum þess að vera til eins og hægt var, það voru reyndar smá veikindi,  Tommi Var með eyrnabólgu eins og ungabarn J Viktoría dóttir hanns fékk hlaupabólu, Dagur Fannar minn fékk rúmlega 40 stiga hita en þetta sló okkur ekkert út af laginu, við vorum í fríi og nutum þess samt að vera til, fórum og leigðum okkur myndir hjá honum „Kidda P“ á vídeóflugunni á Egilsstöðum,  allveg hreint upplifun að koma þangað,  ætluðum aldrei að losna þaðan, kjaftaði á Kidda hver tuska,  svo á leiðinni heim gistum við Birna eina nótt á Pétursborgum í Eyjafirði og fórum á greifann og borðuðum á Akureyrska vísu „Burger Bearnaise með öllu tilheyrandi, fengum að sjálfsögðu Brynjuís og renndum svo alsæl í bæjinn.

Núna á laugardaginn var, héldum við Bibba mín uppá 4 ára afmæli Emils okkar í Kjósinni og vorum allveg einstaklega heppin með veður,  allveg hreint brakandi blíða og í slíku veðri köllum við sælureitinn okkar í kjósinni „Costa del Kjos!“ vorum við ca 40 manns með  börnunum og fengu allir grillaðar pylsur eins og þeir gátu í sig látið, afmælisköku og frostpinna til að kæla sig niður á eftir,  allveg hreint ævintýri fyrir litla manninn hann Emil okkar sem hefur verið að jafna sig eftir spánarferðina með ömmu og afa,  það er erfitt fyrir hann að skilja að hann má ekki alltaf fá kók þegar hann vill, pizzu þegar hann vill, ís þegar hann vill og svo frv....   en svona er nú lífið, ekki sömu reglur hjá ömmu og afa og mömmu og pabba.

Ég er búinn að dunda mér heilmikið hérna heima í fríinu,  skipta um teppi á stiganum hjá okkur, skipta um borðplötu á vinnuborðinu í eldhúsinu, ég og Bibba máluðum eldhúsið og ganginn hjá okkur, og svo er planið að leggja flísar á eldhúsið og fram að stiganum, næ því nú samt ekki fyrr en hann Ingólfur vinur minn flytur heim,  er búinn að ráða hann í flísunina með mér.

Ég og Bibba mín fórum í sónar því eins og þið vitið þá á hún Bibba mín að verða léttari í nóvember og kom í ljós í sónarnum að á leiðinni væri lítil prinsessa J og er það mikið gleðiefni þar sem við eigum 2 fullkomna drengi fyrir.

Eftir verslunarmannahelgina hefst svo alvaran á ný, vinnan býður mín sem betur fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk kærlega fyrir okkur, enn og aftur

SigrúnSveitó, 24.7.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kokkurinn Ógurlegi

Höfundur

Kokkurinn Ógurlegi
Kokkurinn Ógurlegi
Matreiðslumaður sem lætur sér fátt oviðkomandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC00232
  • á leiðinni heim úr hreiðrinu
  • aaaahhh við litla bróðir!!
  • Dáleiddur
  • á viktinni

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband