Færsluflokkur: Bloggar

Gríðarlega alvarlegar ásakanir-ef ósannar reynast!!!

þetta er nú allveg með ólíkindum, þetta mál, og er það með enn meiri ólíkindum ef sjálfir foreldrarnir eru sökudólgarnir, satt best að segja á ég erfitt með að taka mark á þessum blóðblettum í bílnum, því lítil börn hrufla sig auðveldlega og oft, og þess vegna gæti litla stelpan hafað rekið sig i og hruflað sig og þannig getað smitað blóði í áklæði bílssins, og vonandi hefur lögreglan næga ástæðu til að leggja þessa ásökun á foreldrana því nóg hafa þau þurft að þola ef saklaus eru sem mér finnst líklegast út frá þeim fréttaflutningi sem ég hef lesið og heyrt af þessu máli, hmmm!!!
mbl.is Lögregla segir blóð úr Madeleine hafa fundist í fjölskyldubílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing dagsins úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR

"Þegar þú stendur næst frammi fyrir verkefni sem höfðar ekki til þín, gefðu þér þá tíma til að breyta algjörlega viðhorfi þínu, jafnvel áður en þú byrjar á því.  Hugsaðu þér að þú starfir fyrir mig og ef kærleikurinn þinn til mín er eins og hann á að vera, finnur þú raunverulega gleði og fögnuð í að framkvæma allt fullkomlega.  Það sem meira er, þú kemst að raun um að þú hefur nægan tíma til að gera allt sem þörf er á.  Eyddu aldrei tíma í að sannfæra þig um að þú hafir ekki tíma og sért of önnum kafinn.  Haltu aðeins áfram og gerðu það sem þarf að gera.  Láttu líf þitt líða áfram mjúklega og friðsamlega án tilfinningu um asa.  Þegar þú byrjar daginn á réttan hátt með hjartað fullt af kærleika, þakklæti og eftirvæntingu um að þetta verði dásamlegur dagur, þar sem allt gengur upp, þá dregur þú það að þér."

Hugleiðing dagsins úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR

"Lifðu einn dag í einu.  Reyndu ekki að æða áfram, skipuleggjandi morgundaginn, því dagurinn á morgun gæti jafnvel aldrei komið.  Njóttu dagsins til fullnustu;  njóttu hans eins og hann væri þinn síðasti.  Gerðu allt það dásamlega sem þú hefur þráð að gera, ekki kæruleysislega eða hugsunarlaust, heldur af einlægri gleði.  Vertu eins og lítið barn sem hugsar alls ekki um morgundaginn, hefur gleymt hvað gerðist í gær en lifir eins og það eina sem skiti máli sé núna.  Núið er mikilvægasti tími sem þú hefur nokkurn tímann þekkt,  mistu því ekki eina sekúndu af honum.  Vertu í viðbragðsstöðu, reiðubúinn að hvað sem er geti gerst,  hvenær sem er.  Lifir þú þannig, ertu tilbúinn og opinn gagnvart öllu sem gæti gerst.  Breytingar verða fyrr en varir.  Opnaðu hjarta þitt í einlægu þakklæti og taktu á móti þeim eftir því sem þær birtast ein af annarri.  Sjáðu ávallt það besta í hverri breytingu sem verður að veruleika."

Góðann og blessaðan daginn elskurnar, þá erum við komin heim af fæðingardeildinni með gull-klump númer 2 flottann og fallegann, fyrir ykkur sem vitið það ekki þá fæddist sonur nr 2 í gær þann 5 sept klukkan 11.08,  hann vóg 4.545 grömm eða rúmar 18 merkur og var 54 cm á lengd, þið getið séð myndir af honum inni á barnalandssíðunni okkar og er linkur inn á hana hér til vinstir á síðunni, eða bara smellt hér Grin

Þetta var yndisegt í alla staði, en hérna á þriðjudagskvöldið átti að setja hana Birnu mína af stað en það hefði þítt það að hún hefði verið lögð inn, hefði ekki mátt fæða í vatni, hefðum ekki fengið aðgang að HREIÐRINU, þannig að það var heilmikið í húfi að þetta færi bara af stað á hefðbundinn hátt, og þannig vildi til að þegar við stigum inn á spítalann á þriðjudagskvöldið þá byrjuðu auknir samdrættir og við vorum sett í mónitor svokallaðan og eftir að niðurstöður fengust úr honum að þá var gangsetningu frestað til fimmtudagsmorgunsSmile og vorum við heldur en ekki glöð með það, fórum heim og af samdráttunum að dæma þá vorum við ekkert í vafa að þetta væri allt að gerast, og klukkan 2.30 um nóttina fórum við inn eftir og þá fengum við herbergi á HREIÐRINU og allir voru glaðirTounge svo fæddist þessi gull-moli klukkan 11.08 eins og áður sagði og bíð ég hann formlega velkominn í blogg-heiminn


Hugleiðing dagsins í dag úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR

„Haltu ávalt sýninni um fullkomnun, jafnvægi og fegurð.  Sjáðu hana í öllu og öllum.  Leyfðu kærleikanum innra með þér að streyma og renna jafnt til allra.  Láttu engan aðskilnað ver a í þér því allir eru frá mér komnir; allir eru ein fjölskylda.  Alheimskærleikur á upptök sín innra með sérhverjum einstaklingi og starfar þaðan.  Þegar einstaklingurinn gerir sér grein fyrir því og leyfir kærleikanum að streyma frjálst, verða miklar breytingar í heiminum.  Kærleikurinn umbreytir hatri, öfund, afbryðisemi, gagnrýni og græðgi.  Þetta eru orsakavaldar í stríði, eyðileggingu og dauða.  Kærleikur skapar líf, eilíft líf, líf í alsnægtum.  Kærleikur flytur með sér frið, gleði og sanna eylífa hamingju og ánægju.  Umfram allt hefur hann í för með sér samstöðu og einingu.  Hafir þú þvælst inn á hliðarvegi og villst af leið, komdu þá aftur inn á leið kærleikans sem liggur beint til mín.  Þar finnur þú mig.  Ég bíð djúpt innra með þér.“

Húrra fyrir Fjölni!!

Ég hugsaði með mér í kvöld þegar við vorum búin að borða, og ég leit út um gluggan, svakalega var það eitthvað grátt og haustlegt um að litast, ekkert að gerast hjá henni Birnu minni, snáðinn ætlar að láta bíða eftir sér það eitt er vístCrying

Undanúrslitaleikur Fylkis og Fjölnis í beinni á Rúv var málið, satt best að segja reiknaði ég ekki með neinni sérstakri knattspyrnu í þessu líka úrhelli sem lék um leikmennina á laugardalsvellinum í kvöld, en ég varð að éta þær hugsanir mínar og það strax á upphafsmínútunum, Fjölnir kom virkilega á óvart og unnu á endanum virkilega verðskuldaðan sigur á Fylkismönnum (sorrý Leifur) og er þá orðið ljóst að við (FH-ingar) mætum Fjölnismönnum í úrslitaleiknum og er eins gott að við eigum góðan dag ef fjölnisliðið mætir jafn sprækt og það var í kvöld.

Til hamingju Fjölnismenn með frábæran árangur!!!


Hugleiðing dagsins í dag úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR

"Gefðu og haltu áfram að gefa.  Reyndu aldrei að safna neinu.  Haltu öllu í frjálsu strymi og hreyfingu.  Hvort sem það eru hæfileikar, kærleikur, peningar eða eignir.  Þannig mun það margfaldast.  Lífskraftinum í líkamanum verður ekki safnað; það verður að halda honum á hreyfingu, í  hringrás; aðeins á þann hátt getur nýrri, ferskari og jafnvel sterkari lífskraftur myndast og  þú orðið þróttmikill.  Þannig er með allt; haltu því í hreyfingu og stöðvaðu aldrei streymið.  Fylgstu með er lífið birtist þér í sannri fullkomnun.  Sjáðu hvernig sérhver þörf þín uppfyllist á nákvæmlega réttum tíma.  Leyfðu aldrei efasemdum að ver í vitund þinni.  Vertu jákvæður með allt, skiptir ekki máli hverning ytri aðstæður virðast vera; finndu hvernig nánasarlegar hugsanir hverfa og í staðinn komi hugsanir um vöxt og allsnægtir.  Hafðu algjöra trú á að allt sé mjög, mjög gott; allt gangi fullkomlega upp af því að allt er í minum höndum."


Biðin endalausa!!!

Þá erum við Birna komin 12 daga fram yfir áætlaðan fæðingardag og er þetta farið að virka eins og biðin endalausa, það virðist ekkert virka að keyra hratt yfir hraðahindrunir eða í holur og svo frv, margt hefur verið reynt, en eitt er víst að hún verður sett á stað af okkar ágæta fæðingardeildarstarfsfólki á þriðjudaginn klukkan 20.00 ef ekkert gerist fram að því, það er allt löngu orðið tilbúið hérna þannig þetta má bara allveg fara að skella á.

Ég átti skemmtilegt spjall við einn andanns mann hérna um daginn og ræddum við um okkar ágæta „heilbrigðiskerfi“ hann vildi meina að á íslandi væri ekkert heilbrigðiskerfi, við ættum eitt besta sjúkdómskerfi heimsins, og meinti hann að nánast hvergi væru menn framar í heiminum í að berjast við illvíga sjúkdóma og getum við á margan hátt verið þakklát fyrir það, en sé maður sjúkdómslaus þá fái maður ekkert út úr þessu kerfi, útskýrði hann að ef ég jón jónsson eða einhver venjulegur „heilbrigður og sjúkdómslaus“ maður fer til læknis og langar að verða heilbrigðari þá rekur hann þetta kerfi á gat, hafi maður engann sjúkdóm en langi mann bara að lifa heilbrigðara lífi og verða hraustari þá hefur læknirinn engin svör, þannig að við eigum bara sjúkdómskerfi hérna á íslandi en ekkert heilbrigðiskerfi.

Bíllinn okkar Birnu bilaði á fimmtudagskvöldið, það fór í honum túrbínan og er það frekar dýr aðgerð, hann áætlaði að þetta myndi kosta um 150.000.- kr plús eða mínus L ekki neitt sérlega það sem var á planinu en svona er lífið nú bara þessa dagana, verðum bara að herða sultarólina J og er ekki vanþörf á þar sem þessi meðganga hefur ekki síður sett svip sinn á mig en hana Birnu mína J verðum bara að reyna að brosa að þessu og láta þetta leysast og þá leysist það.

Hafið það gott elskurnar og verið góð við hvort annað!!!


Hugleiðing dagsins í dag úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR

„Langi þig að flytja frið og jafnvægi inn í veröldina, verður þú að byrja á að finna frið og jafnvægi í þínu eigin hjarta.  Það er sóun á tíma að tala um frið.  Þú verður að leita og finna þá friðarvitund sem ekkert og enginn getur truflað og halda henni.  Í þannig vitundarástandi getur þú haft áhrif og hjálpað til við að flytja frið og jafnvægi inn í líf fjöldans.  Vertu fyrst meðvitað með vitund á friði og jafnvægi í þínu eigin lífi.  Þegar friður og jafnvægi er innra með þér hefur það áhrif líkt og steini sé kastað út í miðja tjörn, öldurnar breiðast út lengra og lengra, snerta og breyta lífi margra.  Eins og þú sáir munt þú uppskera.  Þegar þú sáir sundurlyndi og ójafnvægi, uppskerð þú sundurlyndi og ójafnvægi, þar sem þú sáir friði og jafnvægi, verður mikil uppskera friðar og jafnvægis; ekki aðeins fyrir þig heldur fyrir allar mannverur í nærveru við þig.“

HALLÓ MOGGABLOGG!!!

Ákvað að tékka á hvernig þetta virkar á moggablogginu, það virðast allir vera á leiðinni hingað.

Hafið það sem best!!!


« Fyrri síða

Um bloggið

Kokkurinn Ógurlegi

Höfundur

Kokkurinn Ógurlegi
Kokkurinn Ógurlegi
Matreiðslumaður sem lætur sér fátt oviðkomandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC00232
  • á leiðinni heim úr hreiðrinu
  • aaaahhh við litla bróðir!!
  • Dáleiddur
  • á viktinni

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband