Færsluflokkur: Bloggar

Hugleiðing dagsins í dag úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR

"Þú veist ekki hvort það sem þú ert að læra hentar þér, fyrr enþú ferð að þjáfa það í daglegu lífi.  Það gæti hentað örðum en hvað um þig?  Mundu að þú getur ekki baðað þig í einlægri, innri andlegri reynslu annarra.  Það hjálpar að lesa og læra um það, jafnvel heyra og tala um það.  En þú verður sjálfur að lifa það og iðka í þínu eigin lífi, óskir þú að lifa samkvæmt trú.  Enginn getur látið þig lifa andlegu lífi.  Sérhver mannvera er algjörlega frjáls að velja fyrir sig.  Hvað hefur þú valið að gera?  Ætlar þú að halda að þér höndum og eingöngu hlusta á upplifanir annarra allt þitt líf?  Eða ætlar þú að byrja strax, hér og nú, að lifa lífinu algjörlega helgað mér, Þjálfa dásamlegu lexíurnar sem þú hefur verið að læra og sjá hvernig gengur?"

Bandaríki-norður-Ameríku

Eftir að hafa horft á heimildarmyndirnar sem Michael Moore hefur gert, þá kemur manni fátt á óvart hvað við kemur Bandaríkjum norður ameríku, hvar í heiminum gæti manni verið stungið í steininn fyrir annað eins gáleysi, ofsalega er ég nú þakklátur að vera fæddur á íslandi en ekki í landi sem U.S.A. Ef eitthvað þjóðfélag er sjúkt þá er það þetta land, hvet ykkur eindregið til að sjá Sicko
mbl.is Í fangelsi fyrir of saltan hamborgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna sjáið þið bara!

Þetta er málið, svo er fólk að rífast og skammast, mannréttindi, mannréttindabrot, skert einstaklingsfrelsi og að það sé verið að ráðskast með einkalíf hvers og eins, að mínu mati er það í raun ekki einkamál hvers og eins hvar hann reykir, því reykingamaðurinn stjórnar á engann hátt hvert reykurinn ferWoundering eða er það?


mbl.is Færri hjartaáföll í Skotlandi í kjölfar reykingabanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman, gaman!!!

Vonandi tók hún sér góðan tíma og tæmdi velWink og ef hún hefur fengið í magann af áhyggjum þá er það allavega rétti staðurinn til þessTounge þvílík frétt!!!


mbl.is Komst ekki út af salerninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing dagsins í dag úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR

"Þegar þú sáir fræi í mold, lítur það út eins og hvert annað fræ, brúnt og þurrkað, eins og enginn lífskraftur sé í því.  Engu að síður setur þú það ofan í jarðveginn í fullkomnu trausti að á réttum tíma byrji það að vaxa.  Fræið hefur í sér vitneskju um hvað það á að verða.  Þú veist aðeins hverju þú hefur sáð, með því að lesa utan á pakkann en treystir því að þessi sérstaka planta muni vaxa af þessu fræi; og hún gerir það.  Þegar þú sáir réttum hugmyndum og hugsunum í huga þinn, verður þú að gera það í fullkumnu rausti, með vissu um að það fullkomna muni spretta út frá þessum hugmyndum og hugsunum.  Um leið og traust þitt og öryggi verður sterkt og óhagganlegt, fara þessar uppbyggilegu hugsanir og hugmyndir að vaxa og þróast.  Á þann hátt getur þú tekist á við hvað sem er.  Kraftrurinn innra með sérhverjum framkvæmir verkið. Því ég er einnra með þér."

Hugleiðing dagsins úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR

"Þegar einhver ætlar að fá eins mikið út úr lífinu og mögulegt er, Án þess að gefa, getur hann ekki fundið raunverlega, varanega hamingju og gleði; því maðurinn finnur einlæga innri gleði og ánægju í að hugsa um aðra og lifa fyrir aðra.  Enginn getur lifað eingöngu fyrir sjálfan sig og orðið hamingjusamur.  Hvenær sem þú ert óánægður og ósáttur í lífinu, getur þú verið viss um að það er af því að þú hefur hætt að hugsa um aðra og orðið of upptekinn af sjálfum þér.  Leiðin til að breyta er að byrja að hugsa um aðra og gera eitthvað fyrir þá svo sjálfshyggjan gleymist alveg.  Það eru svo margir í neyð og alltaf eitthvað sem þú getur gert fyrir aðra. Því ekki að opna augu þín og hjarta, leyfa ljósinu að sýna þér leiðina og kærleika að leiðbeina þér í verkefnum þínum.  Lát kærleika minn fylla þig og umvefja.  Hafðu fullkomna hugarró."


Vandræðalegt í alla staði

Gefur ákæruvaldið fólki, sem er virkilega grunað fyrir þennan verknað bara leyfi til að fara úr landi? mér finnst þetta virkilega undarlegt í alla staði, og vandræðalegt fyrir portúgalana að fara út í slíkar staðhæfingar ef ekki er fótur fyrir.


mbl.is Foreldrar Madeleine á heimleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessaður karlinn

þó ég hafi nú aldrei verið mikið fyrir óperusöng af neinu tagi þá höfðaði söngur Pavarottis yfirleitt til mín, kannski var það "fasið og framkoman". Veit það ekki en ég hrökk við þegar fréttirnar bárust af andláti hans og segi ég, hvíl í friði gamli söngfugl.Woundering


mbl.is Pavarotti borinn til grafar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing dagsins í dag úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR

"Leyfðu mér að vinn í þér í gegnum þig.  Leyfðu kærleika mínum og ljósi að streyma frjálst inn í þig og gegnum þig út í veröldina.  Gerðu þér gein fyrir að þannig var það í upphafi, þegar við gengum og töluðum saman.  Þú hefur farið í heilan hring og enn einu sinni snúið við, til að verða eitt með mér, hinum elskaða.  Láttu þig ekki dreyma um það; þráðu ekki að svo verði; vertu aðeins viss um að þannig er það núna og það er enginn aðskilnaður lengur.  Þú þarft ekki lengur að reika um í eyðimörkinni villtur og aleinn, þar sem þú þekkir ekki leiðina til baka.  Gerðu þér grein fyrir að í hverju skrefi er þér leiðbeint og stýrt af mér.  Eftir því sem þú verður meira og meira meðvitaður um mig, mína guðlegu nærveru, getur þú ekki villst af leið aftur.  Þakkaðu því eilíflega fyrir og láttu hjarta þitt vera svo barmafullt af gleði og þakklæti að þú birtir það ávallt og sérhver andardráttur þinn segir, Þakka þér, elskaði."

Bin Laden heldur Bush við efnið!!!

Það er allveg hreint með ólíkindum skrípaleikurinn allur í kringum þessa menn, Bush og Laden, Skrípaleikur sem kostar þúsundir saklausra lífið, það er allveg með ólíkindum að láta sér detta það til hugar að fara í stríð við þetta fólk, senda hundruðir þúsunda manna, til að berjast við "óvininn ógurlega" í miðaustri, þetta er stríðið sem aldrei vinnst, sanniði til, því meira sem þeir tala um frið þarna niðurfrá og því mun fleiri dáta sem þeir senda þarna niðreftir því mun meiri ófriður verður þarna, og er þá allveg sama hvort þeir hafa hendur í hári Bin Ladens eða einhverra annarra, þeir hafa heldur betur náð í hnakkadrambið á mörgum "óvininum" og ekki virðist þoka í rétta átt.

Að mínu mati er það George Bush sem er stærsta ógnin af þeim öllum fyrir þennan heim sem við lifum í, hann er gersamlega stríðsóður maðurinn!


mbl.is Al-Jazeera sýndi myndband með bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kokkurinn Ógurlegi

Höfundur

Kokkurinn Ógurlegi
Kokkurinn Ógurlegi
Matreiðslumaður sem lætur sér fátt oviðkomandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC00232
  • á leiðinni heim úr hreiðrinu
  • aaaahhh við litla bróðir!!
  • Dáleiddur
  • á viktinni

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband