Hæ frá mér!!!

Sæl verið þið,  ég er búinn að hafa það gott að undanförnu, allt of gott,  ég hef vaxið um allavegana 10-20% síðasta árið, allveg öfugt við verðbréfamarkaðinn, en planið hjá mér í ár er að dragast saman um allavega þessa sömu prósentu, er ekki alltaf einhver svefla á þessu, er vonandi við það að ná sögulegu hámarki J  

En hvað sem því líður er ég nýkominn frá danmörku, kom aðfaranótt mánudagssins heim eftir vel heppnaða helgarferð til Köben, þar gerði ég mat fyrir ca 70 manns, með börnum á laugardagskvöldið í Jónshúsi okkar íslendinga, þarna voru saman komnir fríður hópur (óvirkra) alkóhólista, maka og barna þeirra og heppnaðist þessi uppákoma fullkomlega.  

En síðan ég kom heim er ég búinn að vera hálf “tussulegur” svo ekki sé meira sagt, ég var frá vinnu miðvikudag og fimmtudag, lá að mestu fyrir en hljóp þó nokkuð margar ferðir á WC-ið, ekkert sérstaklega gaman það, langt síðan ég hef orðið jafn slappur, er kominn til vinnu aftur en ég er langt frá mínu besta, þetta gengur vonandi yfir um helgina. 

Drengirnir mínir dafna sem aldrei fyrr, Emil er að þroskast svo mikið og stækka,  var svakalega glaður þegar ég kom frá DK, ég keypti nefnilega Turtles-búning (skjaldböku-galla) fyrir öskudaginn, hann á eftir að verða aðalkallinn á öskudaginn á leikskólanum, Dagur Fannar er allur að sækja í sig veðrið og er farinn að þyngjast hratt og örugglega, hann er allveg sérstaklega gott og meðfærilegt barn, sefur allar nætur og er vær og góður þess á milli, sannkallaður draumur foreldra sinna. 

Ég verð að enda á að Votta aðstandendum Þórdísar Tinnu, ekki síst litla gullmolanum hennar henni Kolbrúnu Ragnheiði alla mína samúð og virðingu og bið góðan guð að vera með henni í dag og um ókomna framtíð. 

Lifið heil og verið góð við hvort annað, ég ætla að reyna það J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir síðast og frábærlega góðan mat, vel hepnað kvöld í alla staði.

koss á ykkur fjölskyldu 

jóna björg (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Kokkurinn Ógurlegi

Takk sömuleiðis, bið að heilsa strákunum

Kokkurinn Ógurlegi, 1.2.2008 kl. 13:17

3 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Jááááá, Hemmi minn! Svona er það, ég á við eins og þú minnist á með yngri drenginn allur að braggast og þyngist hratt og örugglega............ og allt það....... Svo líða árin og við verðum vitrari og reyndar + allt hitt. En þá erum við alltaf að rembast við að léttast eða þannig. Hvaða réttlæti er þetta. En samt gott hjá þér, ég vona að þér líði betur og sért að komast yfir pestina. En mikið hlýtur að hafa verið gaman í Köben. Hvenær er ekki gaman þar???? Og ekki er ég hissa að Emil hafi verið glaður að sjá pabba karlinn, og koma þar að auki færandi hendi með pakka úr stórborginni. Knús á þig og fjölsk.

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 2.2.2008 kl. 02:20

4 Smámynd: Guðrún Árnadóttir

Sæll Hemmi

það er orðið ansi langt síðan ég hef hitt á þig en ég kíki reglulega hér inn á síðuna þó ekki sé ég nú dugleg að kvitta fyrir mig. Næst þegar þú átt leið um Köben rekumst við kannski hvort á annað - ég er flutt úr sveitinni til Glostrup (17.mín frá miðbænum) og svo er ég í skólanum inni bæ svo ég er alltaf á ferðinni. Bið að heilsa liðinu þínu.

Kveðjur frá Dk

PS. eigum við ekki að vera bloggvinir ?  

Guðrún Árnadóttir, 6.2.2008 kl. 09:32

5 Smámynd: Kokkurinn Ógurlegi

Blessuð Guðrún,

Bara ég hefði vitað að þið væruð í Glostrup, var einmitt þar á meðan ég var úti, Solvej nr 6 í glostrup, rétt hjá stöðinni, en hvað um það hittumst bara næst, bið að heilsa Vikingi og öllum hinum, er að fara á opið hús á Smáralundi á eftir, Smáró á afmæli í dag, er hann ekki 24 ára?

Kokkurinn Ógurlegi, 6.2.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kokkurinn Ógurlegi

Höfundur

Kokkurinn Ógurlegi
Kokkurinn Ógurlegi
Matreiðslumaður sem lætur sér fátt oviðkomandi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DSC00232
  • á leiðinni heim úr hreiðrinu
  • aaaahhh við litla bróðir!!
  • Dáleiddur
  • á viktinni

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband