24.11.2007 | 11:08
Jólaþorpið í miðbæ Hafnarfjarðar
Jólaþorpið hefst í dag, 24 nóvember með pompi og prakt,
Ég og Birna mín erum með bás þarna eins og á síðasta ári og munum við selja þæfðar ullarvörur sem hún Birna mín er búin að vera að föndra við í haust og er tilvalin Jólagjöf á vægu verði.
Auk þess seljum við Heitt súkkulaði með rjóma, Kanelsnúða sem ég bakaði af minni alkunnu snilld, einnig verðum við með Ris a la mande uppá gamla móðinn með kirsuberjasósu, vonast til að sjá ykkur öll um helgina og næstu helgar.
Við verðum þessa helgi 24 og 25 nóv og svo verðum við 1,2,15,16 og 22 dec
Jólaþorpið er opið frá klukkan 12-18 laugardaga og sunnudaga.
Sjáumst!!!!
Bloggar | Breytt 25.11.2007 kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2007 | 14:49
Hæ!!!
jæja, áfram með smjerið, er búinn að vera í frekar mikilli bloggleti, en hvað um það, það er heill hellingur búinn að gerast hjá okkur Birnu og litlu fjölskyldunni síðan ég bloggaði síðast, en þannig er að litli drengurinn minn hann Dagur Fannar, hann var jú skírður með viðhöfn þann 13 október, svaka fínn dagur sem við áttum með vinum og ættingjum.
Hann var ekki að þyngjast rétt þannig að hann var hafður undir auknu eftirliti heilsugæslunnar og í síðustu viku eða fimmtudaginn 1 nóvember vorum við send til barnalæknis með hann og fannst honum ástæða til að láta hjartasérfræðing skoða hann og sjá hvort eitthvað væri að þar, og áttum við að mæta með hann á barnaspítalann næsta dag þann 2 nóv klukkan 8.30 um morguninn, en Dagur var eitthað ólíkur sjálfum sér þennan dag að því leiti að hann hélt engu niðri þannig að við hringdum á heilsugæsluna rétt eftir hádegi og sögðum hvernig stæði á hjá okkur og þeim leist ekkert á blikuna og við fengum tíma rúmlega fjögur og mættum með hann og hann var hjartaómaður og tekin af honum lungnamynd og teknar blóðprufur, hann var vær og góður eins og hann er venjulega og ekkert sem gat vakið grun okkar á því að hann væri eitthvað lasinn nema hvað að hann hélt engu niðri, en hvað um það niðurstöðurnar úr blóðprufunum voru ekki læknunum að skapi, allt of lág saltgildin í blóðinu og það bendir til einhverskonar galla í nýrnahettunum og miðað við tölurnar sem hann var með þá var mikil hætta á alvarlegum krömpum, því næst var hann settur í hjartalínurit og þá sáu þeir sér og okkur til mikillar skelfingar að hann var kominn með mjög mikið hjartaflögt sem lýsir sér þannig að í einu augnablikin var hann með eðlilegan hjartslátt og í hinu augnablikinu fór hjartslátturinn upp í rúmlega 280 slög á mínútu og er það eins og þeir segja bráð lífshætta, þannig að þá var ákveðið að hlaupa með hann yfir á gjörgæsludeildina og stabilisera ástand hanns þar, honum voru gefnir sterar, saltvatn í æð og teknar blóðprufur á ca klukkutímafresti til að fylgjast með ástandinu, Birna var hja honum um nóttina, ég skrapp heim og lagði mig enda ekki mikil aðstaða fyrir okkur bæði þarna og lítið sem ég gat gert, þeim gekk vel að stabilisera ástandið á honum og ca sólarhring seinna var hann fluttur inn á Barnaspítala Hringsins og vorum við þar þangað til á þriðjudaginn, hann er búinn að gangast undir miklar rannsóknir sem hafa meðal annars leitt það í ljós að það er bakflæði úr þvagblöðrunni uppí nýru.
Lausnin við þessu er að öllum líkindum að hann þarf að taka þetta efni í pilluformi sem nýrnahetturnar geta ekki framleitt og meigum við reikna með að það verði fyrir lífstíð segja þeri sem þekkja til, og lausnin við bakflæðinu er annað hvort minniháttar eða aðeins veigameiri aðgerð, en þeir taka ekki ákvörðun fyrr en eftir nokkra mánuði með það, á meðan verður hann á fyrirbyggjandi sýklalyfi til að hann fái ekki þvagfærasýkingar sem eru víst algengar ef um bakflæði er að ræða.
En að öðru leit er allt gott að frétta af okkur og Jólin á næsta leiti sem mynnir okkur Birnu á að það styttist í Jólaþorpið í miðbæ Hafnarfjarðar sem kemur öllum í jólaskap, þar verðum við Birna með Bás og seljum Þæfðar ullarvörur sem Birna framleiðir í miklu magni og seljast eins og heitar lummur, svo verðum við að sjálfsögðu með heitt súkkulaði með rjóma til sölu og kanilsnúða, og svo verðum við kannski með Ris ala mande með kirsuberjasósu, allt í athugun.
Að lokum vil ég þakka allan stuðninginn við okkur Birnu á meðan mesta álagið var að ganga yfir :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.9.2007 | 11:18
Hugleiðing dagsins 27 sept úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 13:58
Spilltur heimur
Í fyrsta sæti í fyrra, sjötta sæti núna, hratt niður á við en það hlítur að hafa sínar eðlilegu skýringar, mér finnst samt heilmikil spilling viðgangast hér á landi,
Hvað með upphaf Baugs-málsins t.d.? Spilling af hæstu gæðum eins og þetta kemur mér fyrir sjónir
Hvað með aðförina að Björgólfi/Hafskipi hér fyrir örfáum árum? Hágæða spilling
Hvað með ofurlaun forstjóra stórfyrirtækja, er eðlilegt og sanngjarnt að þeir hafi oft á tíðum hundraðföld mánaðarlaun meðalmannsins í fyrirtækinu, og er eðlilegt eða sanngjarnt að ef svo þarf að segja þessum mönnum upp þá þarf að greiða þeim hundruði eða þúsundir miljóna í starfslokasamning? Þar finnst mér líka spillingarlykt
Svakalega er heimurinn þá spilltur ef spillingin er svona svakalega "lítil" hér á landi sem þarna kemur fram.
Lítil spilling á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 11:20
Hugleiðing dagsins 26 sept úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 22:59
Hugleiðing dagsins 25 sept úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR
"Eins og þú lærir að gefa, þannig muntu þiggja. Opnaðu hjarta þigg og gefðu allt sem þú getur af gjöfunum sem þér hafa verið gefnar. Gefðu af kærleika þínum, visku þinni, skilningi þínum. Gefðu af hinu ósnertanlega jafnt sem hinu snertanlega. Gefðu og gefðu, haltu áfram að gefa, án hugsunar um sjálfan þig, án hugsunar um kostnaðinn eða hvað þú munir fá út úr því. Hjöf þín verður að vera gefin af öllu hjarta og af gleði; þá muntu finna að það hefur í för með sér ósegjanlega gleði og hamingju að gefa. Sérhver mannvera hefur eitthvað að gefa. Áttaðu þig á því hvað þú hefur að gefa og gefður það. Gleymdu aldrei að það er á mörgum sviðum sem þú getur gefið. Gefðu ekki aðeins það sem er auðvelt að gefa, gefðu líka það sem er sárt að gefa. Þá muntu vaxa og þroskast, því að gefa er eitt öflugasta þroskaverkefnið."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 22:50
Hugleiðing dagsins 24 sept úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR
"Það eru mikilvægir tímar núna og þörf er fyrir sérhverja mannveru á sínum rétta stað. Þetta er eins og risastórt púsluspil raðað saman; þar sem sérhver lítill kubbur á sinn rétta stað. Ert þú á þínum rétta stað? Aðeins þú veist það. Finnst þér að þú fallir fullkomlega inn í heildina og þú skapir engan ósamhljóma eða ómstríðan tón? Friður, jafnvægi og hugarró verður að vera inra með þðer til að gera þig stöðugan og tengja þig við það sem er að gerast. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir þig að vera hljóður og finna þennan frið, innra með þér, svo ekkert og enginn geti truflað. Vertu eins og akkeri, sterkur og stöðugur svo enginn stormur utan frá geti haft áhrif á þig eða þeytt þér burt frá þínum rétta stað. Hafðu traust og vertu þess fullviss að allt er mjög, mjög gott og allt þróast í samræmi við mína fullkomnu áætlun. Hafðu ekki áhyggjur í hjarta þínu, settu allt traust þitt, trú og öryggi á mig."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2007 | 10:21
Hugleiðing dagsins í dag (23 sept) úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR
"Þú getur ekki leikið tennis eingöngu með því að halda á spaða og bolta. Þú verður að lyfta spaðanum og slá boltann yfir netið. Þú verður að framkvæma. Þannig er það með trú. Þú verður að gera eitthvað til að sanna fyrir sjálfum þér að hægt sé að lifa samkvæmt henni. Því meira sem þú reynir og sannreynir að það gengur, því öruggari verður þú. Þú þarft að vera fús til að taka sérhvert skref í trú án þess að hika af því að þú veist að við tökum það saman. Allt er mögulegt þegar þú ert fús til þess. Þú verður að hafa trú á hæfileika þína til að synda áður en þú stekkur í algjöru trausti út í dýpið; annars myndir þú drukkna. Þú verður að hafa trú á hæfileikanum til að lifa samkvæmt trú, áður en þú getur gert það. Trú leiðir af sér trú. Hvernig getur þú sagt að þú treystir mér, nema þú prófir og sjáir hvort svo sé?"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2007 | 07:51
Hugleiðing dagsins í dag (21 sept) úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 23:42
Hugleiðing dagsins í dag (20 sept) úr bókinni ÉG ER INNRA MEÐ ÞÉR
"Þegar þér finnst að öllu sé lokið og þú getir ekki gengið einu skrefi lengra eða lífið sé alveg án tilgangs, þá er dásamlegt tækifæri til að byrja allt upp á nýtt! Það geta allir gert ef þeir vilja og geti þeir skilið í sannri auðmýkt að þeir klúðra aðeins lífi sínu þegar þeir reyna að lifa því algjörlega upp á eigin spýtur. Þeir finna tilganginn, leggi þeir fúslega líf sitt í mínar hendur og leyfa mér að stýra. Þakkaðu stöðugt fyrri þennan nýja dag, fyrir nýja leið og fyrir nýtt tækifæri til að byrja aftur. Gerðu þér grein fyrir að ég hef þörf fyrir þig en sértu neikvæður, lokar þú leið minni til þín. Kallaðu á mig og ég mun svara þér. Ég mun vera með þér í vanda. Ég mun lyfta þér, koma þér inn á rétta leið og leiðbeina þér í sérhverju skrefi. Ég er alltaf með þér."
Bloggar | Breytt 20.9.2007 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Kokkurinn Ógurlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
BARNALAND
ÞETTA ER LISTI FYRIR BARNALANDSSÍÐUR SEM KOMA MÉR VIÐ
MANNRÆKT
LISTI YFIR MANNBÆTANDI SÍÐUR
- ZEN
- XA-SPEAKERS
- LJÓSIÐ
- KRISTNI-BOÐSKAPUR
- KRAFTUR
- GREIN EFTIR GRÉTAR FELLS
- DJÖFSI
- BLÁTT ÁFRAM
- ALANÓ KLÚBBURINN
- ÁBYRGIR FEÐUR
- AA
VINIR OG GÓÐIR BLOGGARAR
LISTI YFIR VINI MÍNA OG GÓÐA BLOGGARA
PÓLITÍK
ÞETTA ER LISTI YFIR PÓLITÍKUSA
FJÖLMIÐLAR OG UPPLÝSINGAVEFIR
Þetta er listi yfir fjölmiðla og upplýsingavefi